Pólskata

Pólskata
Pólskata
Pólskata
Pólskata
Pólskata
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Rajella fyllae
Danska: Fyllas rokke, rundrokke
Færeyska: klingruskøta
Norska: rundskate
Sænska: rundrocka
Enska: thorny skate
Þýska: Fyllarochen
Franska: raie ronde
Spænska: raya redonda
Rússneska: Шиповaтый скат, Листовидный скат / Shipovátyj{Listovídnyj} skat

Pólskata getur orðið 50-60 cm löng.

Hér veiðist pólskata allt frá djúpmiðum suðaustanlands, þar sem hún virðist vera einna algengust, vestur til djúpmiða suðvestan- og vestanlands.

Pólskata hefur veiðst á 170-2050 m dýpi og í 1-7°C heitum sjó. Pétursskip hennar eru slétt og mjög smá, 40-44 mm á lengd og 24-28 mm á breidd. Seiði eru um 7 cm við klak.

Fæða er einkum botnlægir hryggleysingjar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?