Maríuskata

Maríuskata
Maríuskata
Maríuskata
Maríuskata
Maríuskata
Maríuskata
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Bathyraja spinicauda
Danska: tornhalet rokke
Færeyska: halahvassa skøta
Norska: gråskate
Sænska: taggsvansrocka
Enska: spinetail skate
Þýska: Grönlandrochen
Franska: raie à queue épineuse
Rússneska: Шипохвостый скат / Shipokhvóstyj skat

Maríuskata getur orðið allt að 172 cm á lengd og 110 cm á breidd. Hér við land hefur maríuskata mælst lengst 153 cm.

Maríuskata er botnfiskur í köldum og kaldtempruðum sjó Norður-Atlantshafsins. Hún hefur veiðst á 140–1265 m dýpi í 0–7,5°C heitum sjó. Maríuskata er í Barentshafi og allt suður í norðanverðan Norðursjó og við Grænland og Nýfundnaland.

Við Ísland veiðist hún einkum djúpt undan suðaustan-, vestan- og norðvestanverðu landinu, frá Rósagarði og einkum í Berufjarðarál norður á grálúðuslóð vestan Víkuráls.

Fæða maríuskötunnar er rækja, ýmsir fiskar, t.d. loðna.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?