marsi (íslenska)

Marhnútur

Samheiti á íslensku:
marsi
Marhnútur
Marhnútur
Marhnútur
Marhnútur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Myoxocephalus scorpius
Danska: marulk, pelekunter, pillekunter, ulke, vanlig ulke
Færeyska: ulka
Norska: marulk, pelekunter, pillekunter, ulke, vanlig ulke
Sænska: rötsimpa
Enska: bull-rout, father lasher, short spined sea scorpion, shorthorn sculpin
Þýska: Seeskorpion
Franska: scorpion de mer
Rússneska: Европейский керчaк / Jevropéjskij kertsják

Marhnútur nær um 40 cm stærð hér en allt að 60 cm í Norðurhöfum og 79 cm við Kanada. Algeng stærð hér við land er 20-25 cm.

Heimkynni marhnúts eru í Norðaustur-Atlantshafi við Ísland þar sem hann er algengur allt í kring um landið, Færeyjar og meginland Evrópu frá Barnetshafi og allt suður í Biskajaflóa. Við Grænland og Norður-Ameríku frá New York allt norður í Hudsonflóa.

Marhnúturinn er botnfiskur á grýttum og þaragrónum sand- og leirbotni frá 0-250 m dýpi en algengastur er hann á 2-25 m dýpi.

Fæða er allskonar fiskar svo sem síld, lýsa, sandsíli og hornsíli, fiskahrogn og seiði, ígulker, krabbadýr þ.á.m. trjónukrabbi, marflær og þanglýs, skeldýr og eiginlega allt sem að kjafti kemur og hann ræður við.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?