Lýsingur

Samheiti á íslensku:
kolmúli
Lýsingur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Merluccius merluccius
Danska: kulmule
Færeyska: lysingur
Norska: lysing
Sænska: kummel
Enska: hake, common hake
Þýska: Hechtdorsch, Seehecht
Franska: merlu commun
Spænska: carioca, merluza europea, pescada, pescadilla
Portúgalska: marmota, pescada-branca
Rússneska: Merlúza (jevropéjskaja)

Lýsingur verður allt að 140 cm á lengd. Sá stærsti sem veiðst hefur hér við land var 116 cm.

Heimkynni lýsings eru í Miðjarðarhafi og Svartahafi, Norðaustur-Atlantshafi frá Marokkó inn í Biskajaflóa, við Bretlandseyjar, í Norðursjó og meðfram strönd Noregs. Flækist stundum til Færeyja og Íslands.

Lýsingur er miðsævis- og botnfiskur. Hann heldur sig miðsævis á nóttunni og er þá í fæðuleit en á daginn er hann við botn. Oftast heldur hann sig á 70-400 m dýpi, stundum dýpra.

Fæða er allskonar fiskar, t.d. kolmunni, smálýsingur, lýsa, spærlingur, makríll og síld og auk þess smokkfiskur.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?