Lýsa

Samheiti á íslensku:
jakobsfiskur, lundaseiði
Lýsa
Lýsa
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Merlangius merlangus
Danska: hvilling
Færeyska: hvítingur
Norska: hvitting
Sænska: vitling
Enska: whiting
Þýska: Wittling
Franska: merlan
Spænska: merlán
Portúgalska: badejo, corvelo
Rússneska: Mерланг / Merláng

Lengsta lýsan sem mælst hefur hér við land var 70 cm. Lýsan er sjaldan lengri en 50-60 cm, algengasta stærð er 30-40 cm.

Lýsa allt í kringum Ísland en er algengust í hlýja sjónum sunnan- og suðvestanlands frá Meðallandsbug vestur til Reykjaness. Grunnsævisfiskur og botnfiskur á leir- og sandbotni líkt og ýsan.

Fæða er ýmiskonar smáfiskar eins og marsíli, sandsíli, trönusíli, loðna, spærlingur,

smásíld og fiskseiði. Auk þess smákrabbadýr eins og hrossarækja, burstaormar, skeldýr o.fl. góðgæti.

Vöxtur er allhraður og getur lýsan orðið um 10 ára gömul.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?