Lýr

Lýr
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Pollachius pollachius
Danska: blåsej, lubbe, lyssej
Færeyska: lyrur
Norska: lyr, lyrsei, lyrtorsk
Enska: lythe
Þýska: Pollack, Steinköhler
Franska: lieu jaune
Spænska: abadejo
Portúgalska: juliana, verdelho
Rússneska: Serebrístaja sájda

Lýr getur orðið 130 cm á lengd, sá lengsti sem veiðst hefur hér var 100 cm.

Heimkynni lýs eru í Norðaustur-Atlantshafi, meðfram ströndum Spánar og Portúgal inn í Biskajaflóa, umhverfis Bretlandseyjar, í Norðursjó og meðfram Noregsströndum. Þá er hann við Færeyjar og Ísland.

Við Ísland veiðist hann einkum frá Breiðdalsgrunni vestur til Snæfellsness, en nyrst hefur hann veiðst á Bakkafirði undan Norðausturlandi.

Lýr er miðsjávar- og botnfiskur á grýttum botni. Hann finnst niður á um 200 m dýpi en er algengastur á 40-100 m dýpi.

Fæða er einkum allskonar fiskar t.d. sandsíli, síld og makríll en einnig krabbadýr eins og humar og rækja.

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?