Ljóskjafta

Ljóskjafta
Ljóskjafta
Ljóskjafta
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Ciliata septentrionalis
Danska: nordlig havkvabbe
Færeyska: Ishavs hornabrosma
Norska: nordlig tangbrosme
Sænska: nordlig skärlånga
Enska: northern rockling
Þýska: Seequappe
Franska: motelle nordique

Ljóskjafta getur orðið 20 cm á lengd.

Ljóskjafta lifir í norðaustanverðu Atlantshafi umhverfis Bretlandseyjar, í sunnanverðum Norðursjó og meðfram vesturströnd Noregs. ​

Seiða er getið við Austfirði árið 1925, en það var ekki fyrr en í mars 2008 sem fullvaxinna fiska tegundarinnar varð vart á Íslandsmiðum. Síðan hafa allmargir veiðst, einkum á Vesturmiðum. ​

Ljóskjafta er botn- og grunnfiskur sem mun vera algengust á 20–50 m en hefur veiðst dýpra.​

Fæða er ýmis smá botndýr eins og krabbadýr og burstaormar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?