Litli mjóri

Samheiti á íslensku:
mjóri, smjóri
Litli mjóri
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Lycodes gracilis
Danska: almindelig ålebrosme
Norska: vanlig ålebrosme
Enska: Vahl´s eelpout
Þýska: Wolfsfisch
Franska: lycode de Vahl

Við Ísland hefur veiðst 40 cm langur litli mjóri.

Heimkynni litla mjóra eru við Svalbarða og frá sunnanverðu Barentshafi suður í norðurhluta Kattegats. Við Ísland og einnig Austur-Grænland. ​

Hér finnst litli mjóri allt í kring um land en einkum þó í kalda sjónum.​

Hann er botnfiskur á leirbotni sem veiðst hefur á 50-540 m dýpi. ​

Fæða er burstaormar, smákrabbadýr, rækja, ljósáta, smáskeldýr, slöngustjörnur o.fl.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?