Litli flóki

Litli flóki
Litli flóki
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Phrynorhombus norvegicus
Danska: småhvarre
Færeyska: norskakvoysa
Norska: småvar
Sænska: småvar
Enska: Norwegian topknot
Þýska: Zwergbutt
Franska: phrynorhombe de Norvège
Portúgalska: bruxa-norueguesa
Rússneska: Карликовый ромб / Kárlikovyj romb, Норвежская карликовая камбала / Norvézhskaja kárlikovaja kámbala

Litli flóki nær 10-12 cm lengd.

Heimkynni litla flóka eru við Ísland, Færeyjar, Noreg, vestanverða Danmörku, Bretlandseyjar, í Ermarsundi og norðanverðum Biskjaflóa. Þetta er minnsti flatfiskur í Evrópu. ​

Hann er sjaldséður vegna smæðar sinnar en sennilega er dálítið um hann í hlýja sjónum suðvestan- og sunnanlands þótt ekki verði hans mikið vart og einnig hefur hann veiðst undan Vesturlandi, á Vestfjarðamiðum og undan vestanverðu Norðurlandi. ​

Litli flóki er botnfiskur sem lifir á 10-200 m dýpi á grýttum botni. ​

Fæða er einkum burstaormar, smákrabbadýr og fiskseiði.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?