Litla geirsíli

Litla geirsíli
Litla geirsíli
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Arctozenus risso
Danska: Rissos lakstobis
Færeyska: lítla lakstobis
Norska: liten laksetobis
Sænska: mindre laxtobis
Enska: White barracudina
Þýska: Rissos Lachsspierling
Franska: lussion blanche
Rússneska: Notolépis

Litla geirsíli getur orðið 30 cm langt.

Heimkynni eru í öllum heimshöfum frá Norður-Íshafi til Suður-Íshafs. Algengt í Miðjarðarhafi og beggja vegna Norður-Atlantshafs. Það er nokkuð algengt hér og er aðal útbreiðslusvæði þess frá Rósagarði undan Suðausturlandi suður og vestur með landi norður á grálúðuslóð vestan Víkuráls. ​

Miðsævis- djúp- og úthafsfiskur sem heldur sig mest á 200-1000 m dýpi en hefur fundist allt niður á 2200 m dýpi. ​

Fæða er einkum smáfiskar, seiði og rækja.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?