Litla brosma

Litla brosma
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Phycis blennoides
Danska: skælbrosme
Færeyska: lítla brosma
Norska: skjellbrosme
Sænska: fjällbrosme
Enska: forkbeard, greater forkbeard
Þýska: Gabeldorsch
Franska: moustelle blanche, petit lingue, phycis de fond
Spænska: brótola, brótola de fango
Portúgalska: abrótea-do-alto, ricardo
Rússneska: Большеглазый нитепёрый налим / Bol'sheglázyj nitepjóryj nalím

Litla brosma getur orðið 110 cm á lengd.

Heimkynni litlu brosmu eru í Miðjarðarhafi og Norðaustur-Atlantshafi frá Norðvestur-Afríku meðfram ströndum Spánar og Portúgal inn í Biskajaflóa og vestur fyrir Bretlandseyjar, inn í norðanverðan Norðursjó, Skagerak, Kattegat, til N-Noregs, Færeyja og norður til Íslandsmiða. ​

Á síðari árum veiðist litla brosma alloft undan Suður- og Suðvesturlandi, hún hefur einnig veiðst undan Norðurlandi, en það er sjaldgæft.​

Litla brosma er botnfiskur sem heldur sig einkum á leirbotni. Hún hefur veiðst á 10 til rúmlega 1000 m dýpi en er algengust á 150-450 m. ​

Fæða er einkum krabbadýr og ýmsir fiskar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?