Langnefur

Langnefur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Harriotta raleighana
Færeyska: nevhavmús
Enska: bentnose rabbitfish, longnose chimaera
Þýska: Rüsselchimäre
Franska: chimère à nèz rigide, chimère-spatulae
Rússneska: Гариотта / Gariótta

Langnefur verður stærstur um 120 cm.

Heimkynni langnefs eru beggja vegna Atlantshafs. Að austan frá Íslandi til Skotlands og áfram til Kanaríeyja og undan ströndum Afríku. Þá finnst hann víða í Kyrrahafi.

Við Ísland er aðalútbreiðslusvæði langnefs á djúpmiðum vestan- og sunnanlands. Hann hefur veiðst á 200-2600 m dýpi en við Ísland á rúmlega 500 til 1600 metra dýpi og er einna algengastur á 1000-1100 m.

Fæða er m.a. burstaormar, marflær og skeldýr.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?