Langlúra

Samheiti á íslensku:
leistakoli
Langlúra
Langlúra
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Glyptocephalus cynoglossus
Danska: skærising
Færeyska: lálla
Norska: hundetunge, mareflyndre, sjøtunge, smørflyndre
Sænska: rödtunge
Enska: gray sole, pole dab, witch, witch flounder
Þýska: Hundszunge, Rotzunge
Franska: plie cynoglosse, plie grise
Spænska: mendo
Portúgalska: solhão
Rússneska: Камбала длинная атлантическая / Kámbala dlínnaja atlantítsjeskaja

Langlúra hefur mælst lengst 66 cm hér við land en 78 cm við Kanada.

Heimkynni langlúru eru í Norður-Atlantshafi frá Múrmansk að norðan og austan suður með strönd Noregs inn í Kattegat og dönsku sundin, í Norðursjó, umhverfis Bretlandseyjar og suður í Biskajaflóa. Hún er við Færeyjar og Ísland. Einnig er hún við Suðaustur- og Suðvestur-Grænland og Norður-Ameríku frá Labrador suður til Þorskhöfða í Bandaríkjunum.​

Við Ísland er hún allt í kringum landið, einkum við það sunnan- og vestanvert frá Hornafjarðardjúpi til Faxaflóa en er mun sjaldséðari í kalda sjónum norðanlands og austan. ​

Langlúra er botnfiskur og hefur veiðst á 25-500 m dýpi við Ísland, en er algengust á 50-300 m dýpi.​

Fæða er einkum burstaormar, smákrabbadýr, smáskeldýr og slöngustjörnur, en einnig sandsíli.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?