Krækill

Krækill
Krækill
Krækill
Krækill
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Artediellus atlanticus
Danska: Atlantisk halvulk
Færeyska: krokilskrutt
Norska: krokulke
Sænska: halvulk
Enska: Atlantic hookear sculpin
Þýska: Atlantische Hakengroppe
Franska: hameçon atlantique
Rússneska: Крючкорог атлантический / Krjutsjkoróg atlantítsjeskij

Krækill getur orðið um 15 cm á lengd. Hængar verða stærri en hrygnur.

Við Ísland er krækill einkum í kalda sjónum frá

Norðvesturmiðum og austur með Norðurlandi til djúpmiða austanlands, þar sem sums staðar er mjög mikið um hann.

Krækill er botnfiskur sem lifir á leir- og sandbotni og hefur fundist á 35-900 m dýpi. Hér er hann algengastur á 300-500 m dýpi. Hann veiðist m.a. alloft í rækjuvörpu í kalda sjónum.

Fæða er burstaormar, smákrabbadýr og lindýr.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?