Kolmunni

Kolmunni
Kolmunni
Kolmunni
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Micromesistius poutassou
Danska: blåhvilling, sortmund
Færeyska: svartkjaftur
Norska: blågunnar, blåhvitting, kolkjeft, kolmule
Sænska: kolmule, blåviting
Enska: blue whiting, poutassou
Þýska: Blauer Wittling
Franska: merlan bleu, poutassou
Spænska: bacaladilla, lírio
Portúgalska: maria-mole, pechelim, verdinho
Rússneska: Путассу / Putassú

Kolmunni verður allt að 50 cm á lengd en algeng stærð er 22-30 cm.

Heimkynni kolmunnans eru í Norðaustur-Atlantshafi og Barentshafi frá Svalbarða og Norður-Noregi vestur til Íslandsmiða, milli Íslands og Grænlands til Færeyja og meðfram strönd Noregs um norðanverðan Norðursjó, við Bretlandseyjar og suður um til norðurstrandar Afríku.

Við Ísland er kolmunni einkum undan Vestur-, Suður- og Austurlandi en hann hefur einnig sést undan Norðurlandi.

Kolmunninn er úthafs-, miðsævis- og uppsjávarfiskur en yngri fiskar halda sig mikið við botn. Kolmunninn finnst á ýmsu dýpi allt frá yfirborði og niður á 1000 m. Aðalhrygningarsvæði kolmunnans í Norðaustur-Atlantshafi er við landgrunnsbrúnina norðvestan og vestan Bretlandseyja og norður undir færeyska landgrunnið þar sem hann hrygnir nálægt botni á 250-450 m dýpi.

Fæða kolmunnans er fjölbreytileg. Yngri kolmunni étur ýmiskonar svifdýr og fiskaseiði en eldri og stærri kolmunnar éta m.a. rauðátu, ljósátu, smáan smokkfisk auk ýmissa smáfiska eins og laxsíldir o.fl.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?