Keila

Keila
Keila
Keila
Keila
Keila
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Brosme brosme
Danska: almendelig brosme
Færeyska: brosma
Norska: brosme
Sænska: lubb
Enska: cusk, torsk, tusk
Þýska: Brosme, Lumb
Franska: brosme
Spænska: brosmio
Portúgalska: bolota, lobina
Rússneska: Менёк / Menjók

Keilan verður sjaldan lengri en 90 cm, en sú lengsta sem vitað er um mældist 120 cm.

Heimkynni keilunnar eru í Norður-Atlantshafi og vestanverðu Barentshafi frá Múrmansk í norðri suður með Noregi og inn í Skagerak og Kattegat og norðanverðan Norðursjó. Þá er hún vestan Írlands og norðan og vestan Skotlands til Færeyja og Íslands. Hún er við sunnanvert Grænland og Norður-Ameríku frá Nýfundnalandsmiðum og Nýja-Skotlandi til Þorskhöfða.

Hér við land er keila allt í kringum landið en hún er algengust suðaustan-, sunnan- og suðvestanlands.

Keila er botnfiskur sem heldur sig á 20-1000 m dýpi, einkum á 200-500 m og mest á hörðum botni, þ.e. grýttum eða hrauni, en síður á leirbotni.

Fæða er allskonar krabbadýr eins og humar, trjónukrabbi, humrungur, tenglingur, augnasíli auk fiska eins og spærlings, smákarfa o.fl.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?