Kambhríslungur

Kambhríslungur
Kambhríslungur
Kambhríslungur
Kambhríslungur
Kambhríslungur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Chirolophis ascanii
Danska: buskhoved
Færeyska: fjadragrúkur
Norska: hornkvabbe
Enska: Yarrel's blenny
Þýska: Stachelrücken-Schleimfisch
Franska: chirolophis
Rússneska: Европейская мохоголовая собачка / Jevropéjskaja mokhogolóvaja sobátsjka

Kambhríslungur verður 25-30 cm á lengd.

Heimkynni kambhríslungs eru við Bretlandseyjar, í Skagerak, Kattegat og Eyrarsundi. Hann er meðfram Noregi og allt norður undir Múrmansk, við Færeyjar og Ísland. Einnig hefur hann fundist í Norðvestur-Atlantshafi frá Baffínslandi norðan við Labrador og suður til Lárensflóa og Nýfundnalands.

Á Íslandsmiðum veiðist kambhríslungur einkum undan Vestfjörðum og á Strandagrunni.

Botnfiskur á grýttum þarabotni og einkum á 60-175 m dýpi en finnst bæði grynnra og dýpra eða frá 10-280 m.

Fæða er ýmis smá krabbadýr, burstaormar o.fl.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?