Jensenháfur

Jensenháfur
Jensenháfur
Jensenháfur
Jensenháfur
Jensenháfur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Galeus murinus
Færeyska: Jensenshávur
Sænska: isländsk sågfenshaj
Enska: mouse catshark
Franska: chien nordique, chien islandais
Spænska: pintarroja islándica
Rússneska: Исландский пилохвост / Islándskij pilokhvóst

Jensensháfur nær 63 cm lengd.

Við Ísland finnst hann einkum djúpt undan V-, SV- og S-ströndinni. Hann er nokkuð algengur á meira en 600 m dýpi suðvestur og vestur af landinu allt norður á móts við Víkurál.

Djúp- og botnfiskur sem veiðst hefur á 380-1730 m dýpi og gýtur hann eggjum líkt og flestar tegundir þessarar ættar.

Í Háfadjúpi hefur fundist mergð af litlum pétursskipum hangandi í kóralgreinum og gætu þau tilheyrt þessari tegund eða gíslaháfi.

Fæða er m.a. ýmsir smáfiskar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?