pólþorskur (íslenska)

Ískóð

Samheiti á íslensku:
pólþorskur
Ískóð
Ískóð
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Boreogadus saida
Danska: polartorsk
Færeyska: polartoskur
Norska: polartorsk
Sænska: polartorsk
Enska: arctic cod, polar cod
Þýska: Polardorsch
Franska: morue arctique, morue polaire, saida
Spænska: bacalao polar
Portúgalska: bacalhau-polar
Rússneska: Сайка / Sájka, Полярная тресочка / Poljárnaja tresótsjka

Ískóð nær 40 cm lengd, en lengsta ískóðið á Íslandsmiðum mældist 33 cm.

Hér hefur ískóð fundist frá Bjargtöngum norður og austur um land að Ingólfshöfða en annars lifir það djúpt norður af landinu.

Ískóðið er hánorræn tegund í ísköldum sjó og hefur það fundist nyrst á 84°42’N, þ.e. norðar en nokkur önnur fisktegund. Það hefur veiðst allt frá yfirborði og niður á um 730 metra dýpi. Þá f innst það í ísöltum strandsjó og gengur jafnvel upp í árósa þó ekki gerist það hér.

Fæða er mest ýmiskonar plöntu- og dýrasvif.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?