Íshafslaxsíld

Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Protomyctophum Hierops arcticum
Danska: Arktisk prikfisk
Norska: Nordatlantisk lysprikkfisk
Sænska: Arktisk prickfisk
Enska: Arctic telescope

Stuttvaxinn fiskur, nokkuð hávaxinn, þunnvaxinn og hausstór með stór augu. Skoltar ná rétt aftur fyrir augu. Raufaruggi byrjar undir eða framan við miðjan bakugga og er mun lengri en hann. Veiðiuggi er andspænis aftanverðum raufarugga. Eyruggar ná aftur fyrir kviðuggarætur. Kviðuggar eru svipaðir að stærð og eyruggar og rætur þeirra eru framan við fremri rætur bakugga.

Íshafslaxsíld hefur þessi Ijósfæri: Neðriskoltsljós, fimm brjóstljós, fjögur raufarIjós, 16 raufarugga- og stirtluljós í samfelldri röð, tvö spyrðuljós. Forljós og eyruggaljós mynda beina eða örlítið bogna línu sem nær fram fyrir neðri enda eyruggarótar. Ofanraufarljós sjást einnig. Hængurinn er með stórt Ijósfæri á ofanverðu spyrðustæði aftan veiðiugga. Íshafslaxsíld verður um 6 cm á lengd.

Geislar: B: 10-13,- R: 21-24.

Heimkynni íshafslaxsíldar eru í Norður- Atlantshafi, á milli 45° og 70°N og mun hún vera með algengustu laxsíldartegundum þar.

Hér fannst íshafslaxsíld fyrst í Ingólfsleiðangrinum 1895-1896 á 1363 m dýpi djúpt undan Suðvesturlandi (62°49'N 26°55'V). Síðan hefur hún veiðst alloft og er örugglega mikið af þessari tegund í hafinu sunnan og suðvestan Íslands.

Lífshættir: Íshafslaxsíldin er úthafs- og miðsævisfiskur sem veiðst hefur á 100-1500 m dýpi.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?