Ísalaxsíld

Ísalaxsíld
Ísalaxsíld
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Benthosema glaciale
Danska: isprikfisk
Færeyska: lítli prikkafiskur
Norska: nordlig lysprikkfisk
Sænska: ströms prickfisk, nordlig prickfisk
Enska: glacier lanternfish
Þýska: Eislaternenfisch
Franska: lanterne glacière
Rússneska: Бентосема / Bentoséma

Ísalaxsíld verður allt að 10 cm á lengd.

Heimkynni ísalaxsíldar eru í Miðjarðarhafi og Norður-Atlantshafi heimsálfa á milli allt frá Grænhöfðaeyjum í suðri norður til Svalbarða að austan og Baffínsflóa til Hatterashöfða í Bandaríkjunum að vestan.

Ísalaxsíld mun vera algengasta laxsíldartegund í Norðaustur-Atlantshafi. Hún hefur veiðst hér m.a. undan Suður- og Suðvesturströndinni en gæti verið allt í kring um landið.

Úthafs-, uppsjávar- og miðsævisfiskur sem veiðst hefur niður á um 1500 m dýpi en er mest frá yfirborði niður á 850 m dýpi.

Fæða er einkum krabbaflær, ljósáta o.fl. smádýr. Sjálf er ísalaxsíld eftirsótt fæða margra fisktegunda.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?