Hvítaskata

Hvítaskata
Hvítaskata
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Rajella lintea
Danska: hvidrokke
Færeyska: hvítaskøta
Norska: Kvitskate
Sænska: vitrocka, blaggarnsrocka
Enska: sailray, sharp-nosed skate, white skate
Þýska: Weissrochen
Franska: raie blanche, raie voile
Spænska: raya vela
Portúgalska: raia-nevoeira
Rússneska: Párusnyj skat

Hvítaskata getur orðið a.m.k. 123 cm löng.

Í Norðaustur-Atlantshafi er hvítaskata frá Íslandsmiðum til Færeyja, Hjaltlandseyja, Noregs og norðan og vestan Bretlandseyja. Í Norðvestur-Atlantshafi finnst hún við Vestur-Grænland og hennar hefur orðið vart á Flæmska hattinum vestan Nýfundnalands.

Við Ísland hefur hún veiðst allt frá miðunum undan Suðausturlandi vestur og norður með landi til miðanna undan vestanverðu Norðurlandi.

Hvítaskata hefur veiðst á 130 til rúmlega 1000 m dýpi. Fæða er einkum fiskar, smokkfiskar og ýmis botndýr.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?