Hveljusogfiskur

Hveljusogfiskur
Hveljusogfiskur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Careproctus reinhardti
Danska: Reinhardts ringbug, spidshalet ringbug
Færeyska: Íshavssúgfiskur
Norska: nordlig ringbuk
Sænska: slemsugare
Enska: longfin snailfish, sea tadpole
Franska: Limace à longues nageoires
Rússneska: Северный карепрокт / Sévernyj kareprókt

Hveljusogfiskar geta orðið allt að 30 cm langir.

Heimkynni hveljusogfisks eru í köldum sjó Norður-Atlantshafsins og Barentshafs.

Á Íslandsmiðum finnst hveljusogfiskur í kalda sjónum undan Norður- og Austurlandi og er sums staðar algengur.

Botn- og e.t.v. miðsævisfiskur að einhverju leyti, á eða yfir leirbotni á 125-1200 m dýpi.

Fæða er einkum smákrabbadýr.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?