Gulldepla

Gulldepla
Gulldepla
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Maurolicus mülleri
Danska: laksesild
Færeyska: lakssild
Norska: laksesild
Sænska: laxsill
Enska: pearlside
Þýska: Lachshering, Leuchtsardine
Franska: maurolique de Mueller
Rússneska: Мавролик Мюллера / Mavrolík Mjúllera, Мауролик / Maurolík

Gulldepla verður allt að 7-8 cm á lengd.

Heimkynni gulldeplu eru í vestanverðu Miðjarðarhafi og Atlantshafi frá 5°S til 70°N.

Gulldeplu verður vart allt í kringum landið, en mest suðaustan-, sunnan- og suðvestanlands. Hún er miðsævis-fiskur sem heldur sig mest á 100-200 m dýpi á nóttunni og 200-500 m dýpi á daginn.

Gulldepla verður kynþroska eins árs gömul og er þá 2-3 cm löng, hámarksaldur er fjögur ár.

Fæða er einkum ýmiskonar svifkrabbadýr eins og krabbaflær og ljósáta. Sjálf verður gulldeplan ýmsum fiskum að bráð svo sem þorski, ufsa, síld o.fl.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?