Gráröndungur

Gráröndungur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Chelon labrosus
Danska: tyklæbet multe
Færeyska: multa
Norska: tykkleppet multe
Sænska: tjockläppad multe
Enska: grey mullet, thick-lipped grey mullet
Þýska: Dicklippige Meeräsche
Franska: mulet lippu
Spænska: lisa, lisa negra
Portúgalska: tainha-liça, tainha negra
Rússneska: Tolstogúbaja kefál'

Gráröndungur verður um 75 cm.

Strandfiskur sem heldur sig mikið í árósum og er allalgengur meðfram ströndum Bretlandseyja og víða við Norður-Evrópu.

Hann flækist stundum til Íslands og á síðari árum hefur hans orðið vart allt í kringum landið en mest þó við suðurströndina.

Fæða er einkum svipuþörungar og smádýr ýmiskonar svo sem snigla- og skeljalirfur, krabbadýr og skeldýr.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?