Grálúða

Samheiti á íslensku:
svartaspraka
Grálúða
Grálúða
Grálúða
Grálúða
Grálúða
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Reinhardtius hippoglossoides
Danska: hellefisk
Færeyska: svartkalvi
Norska: blåkveite, svartkveite
Sænska: svart hälleflundra, Grönlandsk hälleflundra, liten hälleflundra
Enska: Greenland halibut, Greenland turbot, mock halibut, blue halibut, Newfoundland halibut
Þýska: Schwarzer Heilbutt
Franska: flétan du Groenland, flétan noir commun
Spænska: halibut negro, hipogloso negro
Portúgalska: alabote-da-Gronelândia, alabote-negro, palmeta-da-Gronelândia

Grálúða getur orðið 123 cm en á Íslandsmiðum eru grálúður stærri en 100 cm sjaldséðar. Stærsta sem hefur veiðst hér við land var 122 cm og 20 kg á þyngd.

Heimkynni grálúðu eru í kalda sjónum í Norður-Atlantshafi og Barentshafi frá Bjarnareyju að Múrmansk, meðfram norðanverðum ströndum Noregs. Hún er við Færeyjar og Ísland og Grænland, við strendur Norður-Ameríku frá Baffinslandi, Labrador og Georgsbanka.

Við Ísland hefur grálúða fundist allt í kringum landið en hún er þó afar sjaldséð undan Suðurströndinni.

Grálúða er botnfiskur á leirbotni en hún flækist einnig mikið upp um sjó og er sú flatfisktegund hér sem virðist vera einna minnst háð botnlífinu.

Fæða grálúðunnar er allskonar fiskar eins og loðna, mjórar, ískóð, kolmunni, karfi, hveljusogfiskur, rauða sævesla, en einnig krabbadýr eins og rækja, ísrækja, ljósáta og marflær auk þess smokkfiskur o.fl.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?