Gjölnir

Gjölnir
Gjölnir
Gjölnir
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Alepocephalus bairdii
Danska: Bairds glathovedfisk
Færeyska: slætthovd
Sænska: Bairds släthuvudsfisk
Enska: Baird's smooth-head
Franska: alépocéphale de Baird
Portúgalska: celindra, triste-linda
Rússneska: Плешан / Pleshán

Gjölnir verður 100 cm á lengd eða rúmlega það. 

Heimkynni gjölnis eru undan landgrunnsbrúnum Norður-Atlantshafs að austan frá Grænlandi og Íslandi vestur og suður fyrir Bretlandseyjar suður til Asóreyja og áfram suður til 17°N. Í vestanverðu Norður-Atlantshafi er hann frá Vestur-Grænlandi suður til Stórabanka við Nýfundnaland.

Við Ísland veiðist gjölnir alloft og er hann sums staðar nokkuð algengur á 700-900 m dýpi undan Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi.

Botn- og djúpfiskur sem veiðst hefur á um 300-1700 m dýpi.

Fæða er holdýr, krabbadýr, möttuldýr og fiskar.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?