Gíslaháfur

Gíslaháfur
Gíslaháfur
Gíslaháfur
Gíslaháfur
Gíslaháfur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Apristurus laurussonii
Danska: Islandsk kattehaj
Færeyska: Islandshávur
Enska: Iceland catshark, deep-sea catshark
Franska: roussette d'Islande
Spænska: pejegato de Madera, pejegato islándico

Gíslaháfur verður um 75-80 cm á lengd.

Gíslaháfur fannst fyrst á Íslandsmiðum í júlí 1915 við Vestmannaeyjar. Hér var komin ný tegund fyrir vísindin.

Nú veiðist hann alloft á 540-1390 m dýpi undan Suðaustur-, Suður-, Suðvestur- og Vesturlandi. Hann virðist vera einna algengastur á meira en 900 m dýpi vestur af landinu allt norður á móts við Víkurál.

Botnfiskur á 500-1500 m dýpi. Gýtur hornkenndum pétursskipum líkt og flestir frændur hans sömu ættar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?