Gaddhyrna

Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Oneirodes myrionemus

Gaddhyrna þekkist frá öðrum fiskum ættkvíslarinnar á stuttum haus og stuttri veiðistöng. Þá eru fjögur pör fram- og hliðlægra anga á agni. Tennur á plógbeini eru 4-6, í efri skolti 31-33 og í neðri skolti 38-40.

Geislar: B: 5-6,-R: 4,- E: 18.

Heimkynni: Gaddhyrna hefur veiðst í norðaustanverðu Atlantshafi, frá vestanverðum Íslandsmiðum suður að miðbaug. Fyrstu tveir fiskar tegundarinnar veiddust árið 1971 í leiðangri á rannsóknaskipinu Walther Herwig í austanverðu Norður-Atlantshafi við Madeira (32°47'N, 16°24'V), þriðji fiskurinn veiddist sama ár undan ströndum

Afríku (1°N, 18°V) og fjórði fiskurinn veiddist árið 1973 á Íslandsmiðum djúpt út af Breiðafirði (65°N, 28°V).

Lífshættir: Gaddhyrna er miðsævis- og djúpfiskur sem veiðst hefur frá yfirborði niður á 1800 m dýpi.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?