Fjólumóri

Fjólumóri
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Antimora rostrata
Danska: blå antimora
Færeyska: rottutrónur
Sænska: blå antimora
Enska: blue hake, flat-nose codling, blue antimora
Franska: antimore bleu
Spænska: Mollera azul
Portúgalska: mora-azul
Rússneska: Antimóra

Fjólumóri getur orðið 75 cm eða lengri.

Hér finnst fjólumóri allt frá grálúðuslóð vestan Víkuráls og suður fyrir land til Suðausturmiða.
Miðsævis-, botn- og djúpfiskur sem veiðst hefur á 350-3000 m dýpi. Stórir og gamlir fiskar eru dýpra en ungir fiskar.
Fæða er fiskar, bæði botnlægir og sviflægir, og einnig hryggleysingjar eins og krabbadýr og smokkfiskar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?