Dökkháfur

Dökkháfur
Dökkháfur
Dökkháfur
Dökkháfur
Dökkháfur
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Etmopterus princeps
Danska: lyshaj
Færeyska: Collets búksvarti hávur
Norska: stor svarthå
Sænska: större lanternhaj
Enska: Greater lantern shark
Þýska: Grosser schwarzer Dornhai
Franska: sagre rude
Rússneska: Большая чёрная акула / Bol'shája tjsórnaja akúla

Dökkháfur getur náð 90 cm lengd.

Dökkháfur er algengur á djúpmiðum vestan, suðvestan og sunnan Íslands. Einnig er hann undan Suðausturlandi.

Hann er djúp- og botnfiskur sem veiðst hefur á 300-2200 m dýpi. Hér er hann algengastur á 900-1000 m dýpi.

Í október hafa veiðst hrygnur djúpt suðvestur af Reykjanesi alveg komnar að goti.

Fæða er einkum krabbadýr, fiskar og smokkfiskur.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?