Djúpmjóri

Djúpmjóri
Djúpmjóri
Djúpmjóri
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Lycodes terraenovae
Danska: atlantisk ålebrosme
Enska: atlantic eelpout

Djúpmjóri verður um 50 cm á lengd.

Þessi tegund hefur veiðst í landgrunnshalla Atlantshafs undan Flórída, Nýfundnalandi og í Davissundi og auk þess á Bill-Bailybanka suðvestan Færeyja og vestan Írlands. Einnig hefur hann veiðst undan suðvestur Afríku og vestan Suður-Afríku. Þetta mun vera eina mjórategundin sem veiðst hefur á suðurhveli jarðar.

Á Íslandsmiðum hefur djúpmjóri einkum veiðst djúpt í landgrunnshallanum vestur af landinu, en einnig hefur hann veiðst djúpt suðaustur af landinu.

Djúpfiskur sem veiðst hefur á 150-2600 m dýpi í 1-5°C heitum sjó. Um fæðu er ekkert vitað.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?