Djúpáll

Djúpáll
Djúpáll
Djúpáll
Djúpáll
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Synaphobranchus kaupii
Danska: spidssnudet dyphavsål
Færeyska: djúpállur
Enska: Cutthroat eel, Kaup's arrowtooth eel
Franska: anguille égorgée de Gray
Rússneska: moreão-de-natura

Um 150 cm djúpáll hefur veiðst hér.

Djúpáll lifir í öllum heimshöfunum utan Miðjarðahafs. Við Ísland er hann algengastur frá djúpmiðum vestan-, suðvestan-, sunnan- og suðaustanlands. Árlega veiðast allmargir á miklu dýpi einkum á svæðinu frá grálúðuslóð vestur af Víkurál og suður á Reykjaneshrygg þar sem hann er nokkuð algengur á 700-1300 m dýpi. Þá hefur hann veiðst á djúpmiðum undan Suðurlandi og allt austur í Berufjarðarál.

Djúpáll er djúpsjávarfiskur sem heldur sig einkum í landgrunnshallanum. Hann hefur veiðst á 240-4800 metra dýpi.

 

Fæða er einkum smákrabbadýr en einnig fiskar og smokkfiskar, stundum nokkuð stórir.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?