Dílamjóri

Dílamjóri
Dílamjóri
Dílamjóri
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Lycodes esmarkii
Danska: Esmarks ålebrosme
Færeyska: úlvfiskur
Norska: ulvefisk
Sænska: stor ålbrosme
Enska: Esmark's eelpout
Þýska: Wolfsfisch
Franska: lycode d'Esmark
Rússneska: Североатлантический узорчатый ликод / Severoatlantítsjeskij uzórtsjatyj likód, Тресочка Эсмарка / Tresótsjka Esmarka

Dílamjóri er stærsta mjórategundin í Norður- Atlantshafi. Hér hefur sá stærsti mælst 102 cm.

Heimkynni dílamjóra eru í Norður Atlantshafi, frá Nýfundnalandi um Grænland og Ísland til Noregs og í suðurhluta Barentshafs. Hér lifir hann einkum í kalda sjónum undan Norðvestur-, Norður- og Austurlandi þar sem hann er ekki mjög sjaldséður á djúpmiðum.

Dílamjóri er botnfiskur sem heldur sig á leirbotni á 150-1200 m dýpi í - 0,4 til 5°C heitum sjó.

Fæða er nær eingöngu slöngustjörnur.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?