Dílakjafta

Samheiti á íslensku:
Deplalúra
Dílakjafta
Dílakjafta
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Lepidorhombus boscii
Danska: fireplettet glashvarre
Sænska: fyrfläckig var
Enska: four spotted megrim
Þýska: Gefleckter Flügelbutt
Franska: cardine à quatre taches
Spænska: gallo de cuatro manchas
Portúgalska: areeiro-de-quatro-manchas

Dílakjafta getur orðið allt að 45 cm löng.

Heimkynni dílakjöftu eru í Norðaustur-Atlantshafi frá vestanverðum Bretlandseyjum og inn í Biskajaflóa til Spánar, Portúgals og Marokkó. Þá er hún algeng í Miðjarðarhafi.

Hér við land varð dílakjöftu fyrst vart vorið 2008, en þá veiddust sex fiskar undan suðvestanverðu landinu. Nú veiðist hún á svæðinu frá Reykjanesgrunni, um Selvogsbanka, suður fyrir Surtsey, í Háfadjúp og austur í Skeiðarárdjúp. Hún hefur veiðst á 140-180 m dýpi og virðist algengust á Selvogsbanka. Áður hafði hún veiðst næst Íslandi, svo öruggt sé, á Rockallbanka.

Dílakjafta er botnfiskur sem heldur sig einkum á leirbotni og veiðist allt niður á 800 m dýpi en er algengust á 200-400 m.

Fæða er smákrabbadýr, einkum rækjur.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?