Digra geirsíli

Digra geirsíli
Digra geirsíli
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Magnisudis atlantica
Danska: kort laksetobis
Færeyska: stóra lakstobis
Sænska: laxtobis
Enska: Atlantic barracudina, duckbill barracudina
Þýska: Kurzern Lachsspilerling
Franska: Lussion á bec de canard

Digra geirsíli verður allt að 56 cm langt.

Heimkynni digra geirsílis eru svipuð og litla geirsílis þ.e. í öllum heimshöfum heimskautshafa á milli.

Digra geirsíli veiðist alloft á Íslandsmiðum allt frá Rósagarði undan Suðausturlandi suður og vestur með landi allt norður á grálúðuslóð vestan Víkuráls og er það nokkuð algengt víða á djúpslóð.

Miðsævis- og djúpfiskur á 50-2000 m dýpi.

Fæða er einkum smáfiskar og seiði, ljósáta o.fl. Verður sjálft ýmsum fiskum, t.d. háfiskum og túnfiskum, að bráð.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?