Blettamjóri

Blettamjóri
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Lycodes reticulatus
Danska: netmønstret ålebrosme
Norska: nettålebrosme
Sænska: marmorad ålbrosme
Enska: arctic eelpout
Franska: lycode arctique
Rússneska: Séttsjatyj likód

Blettamjóri getur náð 70-80 cm lengd.

Hér veiðist blettamjóri einkum á djúpslóð undan Norður- og Austurlandi allt suður á Rauðatorg. Blettamjóri heldur sig á leirbotni og hefur veiðst á 20-1165 m dýpi. Annars virðist hann einna algengastur á 300-400 m dýpi.

Fæða er smákrabbadýr, skeldýr, rækja, ljósáta og fiskar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?