Blettamjóri

Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Lycodes reticulatus
Danska: netmønstret ålebrosme
Norska: nettålebrosme
Sænska: marmorad ålbrosme
Enska: arctic eelpout
Franska: lycode arctique
Rússneska: Séttsjatyj likód

Rák blettamjóra er miðlæg. Hreistur er nokkuð breytilegt. Hnakki, kviður og uggar eru án hreisturs. Einkennandi fyrir blettamjóra er stór haus, 24,5-27, 1% af lengd að sporði. Fjarlægð frá trjónu að rauf er um helmingur af lengd að sporði (47-54%). Eyruggar eru stórir, 11,6-15,8% af lengd að sporði. Blettamjóri er einna Iíkastur skrautmjóra (og hugsanlega sama tegundin) í útliti en er hausstærri, með lengri eyrugga og allur meiri um sig og stærri. Helsta einkenni blettamjóra er þó e.t.v. liturinn. Blettamjóri getur náð 70-80 cm lengd. Í október árið 2001 veiddist 74 cm blettamjóri á 455-460 m dýpi norður af Langanesi (67°12'N, l4°26'V). Hann gæti verið sá stærsti hér við land.

Litur fullorðinna fiska er breytilegur, oft dökkur ofan á haus með allmörgum ljósum blettum undir augum og á tálknaloki. Einn Ijós blettur er greinilegur aftan við hvort auga. Aftan við þennan blett er annar Ijós og er hann einnig á ungum fiskum. Yfir hnakka er samfelld lína mynduð af fjórum ljósum blettum. Kviður og neðri hluti hauss eru venjulega ljósleitir. Sjö breiðar brúnar rendur með greinilegu munstri eru á bol. Lífhimna er Ijós.

Geislar: B: 85-90; R, 67-74; E, 18-2 I; hryggjarliðir: 90-99.

Heimkynni blettamjóra eru í norðanverðu Barentshafi norður fyrir Svalbarða, Karahafi og Laptevhafi. Þá er hann norðan og norð- vestan Íslands, í Grænlandshafi, við Austur- og Vestur-Grænland, við Nýja-Skotland, Labrador og i Hudsonflóa.

Hér veiðist blettamjóri einkum á djúpslóð undan Norður- og Austurlandi allt suður á Rauðatorg og mun fyrst hafa verið tekið eftir honum á Íslandsmiðum einhvern tíma seint á áttunda áratug 20. aldar.

Lífshættir: Blettamjóri heldur sig á leir- botni og hefur veiðst á 20-1165 m dýpi og mun það hafa verið hér sem hann fékkst svo djúpt en við Vestur-Grænland hefur hann veiðst niður a 930 m dýpi. Í Grænlandssundi hefur hann veiðst á 240-535 m dýpi. Annars virðist hann einna algengastur á 300-400 m dýpi.

Fæða er smákrabbadýr, skeldýr, rækja, Ijósáta og fiskar.

Lítið er vitað um hrygningu blettamjóra. Hrygna og hængur sem voru 55 og 64 cm löng og veiddust á 345-370 m dýpi i Húnaflóadjúpi (67° 16'N, 20°03'V) i júní 1982 voru með vel þroskuð hrogn og svil og hrygning var bersýnilega skammt undan. Einnig hefur orðið vart hrygnandi blettamjóra i október. Hrygna sem var 28 cm löng að sporði og veiddist i Grænlandssundi í september var með 208 egg, 10 mm i þvermál hvert og hrygna 26 cm að sporði, var á sama tíma aðeins með 85 egg, 5 mm i þvermál.

 

Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?