Blákjafta

Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Enchelyopus cimbrius
Danska: firtrådet havkvabbe
Færeyska: ferhyrnta hornabrosma
Norska: firetrådet tangbrosme
Enska: fourbeard rockling, four-bearded rockling
Þýska: Vierbärtelige Seequappe
Franska: motelle à quatre barbillons
Spænska: barbada
Portúgalska: chumbo
Rússneska: Motélla

Blákjafta er mjóvaxinn fiskur, sívalur á bol og þunnvaxinn á stirtlu. Haus er i meðallagi stór, kúptur að framan og snjáldur stutt. Fremst á snjáldri eru þrír þræðir, eitt par að ofan og einn stakur þráður á rönd efri skolts. Þá er vel þroskaður skeggþráður á neðri skolti. Af þessum fjórum þráðum fær blákjaftan nafn hjá nágrannaþjóðum okkar. Kjaftur er allstór og granir þykkar. Á skoltum eru allstórar tennur. Augu eru stór og sporöskjulaga. Grunnt vik er inn i afturrönd tálknaloks. Bolur er stuttur, stirtla alllöng. Fremri bakuggi er einn langur þráður auk burstalaga smágeisla i gróf. Aftari bakuggi er langur, svo og raufaruggi. Sporður er stór og bogadreginn fyrir endann. Eyruggar eru af meðalstærð en kviðuggar litlir. Hreistur er smátt og rákin lítt áberandi. Blákjafta getur náð um 40 cm lengd en er oftast 25-30 cm.

Litur er breytilegur, oft mógrár að ofan en gulgrár á hliðum og Ijósgrár á kviði. Kjaftur og tálknaholur eru blásvört að innan.

Geislar: B1: 1+n; B2, 45-55; R, 36-49; hryggjarliðir: 50-57.

Heimkynni blákjöftu eru beggja vegna Norður-Atlantshafs. Í norðaustanverðu Atlantshafi er hún frá Biskajaflóa i suðri, umhverfis Bretlandseyjar, i Norðursjó og inn i Eystrasalt. Hún lifir einnig við Noreg, Færeyjar, Ísland og Austur-Grænland. Í norðvestanverðu Atlantshafi er hún við Suðvestur- Grænland, Nýfundnaland, Kanada og Bandaríkin allt til Norður-Karólinu og jafnvel inn i norðanverðan Mexíkóflóa.

Hér fannst blákjafta fyrst árið 1881. Hún lifir allt i kringum landið og er ekki mjög sjaldséð. Hún er algengust undan Suður- og Suðausturlandi.

Lífshættir: Blákjafta er botnfiskur á mjúkum leirbotni eða sandbotni, allt frá fjöruborði og niður á 650 m dýpi. Hér virðist hún vera einna algengust á 75-150 m dýpi.

Fæða er mest ýmis smákrabbadýr en einnig burstaormar og smá skeldýr.

Hrygning fer fram hér að vori til. Svifseiði hafa fundist allt i kringum landið i júní og júlí.

 


Byggt á bókinni, Íslenskir fiskar. ( Mál og menning 2013), Höfundar: Gunnar Jónsson og Jónbjörn Pálsson. (2013).

 

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?