Blákjafta

Blákjafta
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Enchelyopus cimbrius
Danska: firtrådet havkvabbe
Færeyska: ferhyrnta hornabrosma
Norska: firetrådet tangbrosme
Enska: fourbeard rockling, four-bearded rockling
Þýska: Vierbärtelige Seequappe
Franska: motelle à quatre barbillons
Spænska: barbada
Portúgalska: chumbo
Rússneska: Motélla

Blákjafta getur náð um 40 cm lengd en er oftast 25-30 cm.

Heimkynni blákjöftu eru beggja vegna Norður-Atlantshafs. Í Norðaustur-Atlantshafi er hún frá Biskajaflóa í suðri, umhverfis Bretlandseyjar, í Norðursjó og inn í Eystrasalt. Hún lifir einnig við Noreg, Færeyjar, Ísland og Austur-Grænland. Í Norðvestur-Atlantshafi er hún við Suðvestur-Grænland, Nýfundnaland, Kanada og Bandaríkin allt til Norður-Karólínu.

Við Ísland er hún allt í kring um landið, en algengust undan Suður- og Suðausturlandi.

Blákjafta er botnfiskur á mjúkum leirbotni eða sandbotni allt frá fjöruborði og niður á 650 m dýpi. Hér virðist hún vera einna algengust á 75-150 m dýpi.

Fæða er mest ýmis smákrabbadýr en einnig burstaormar og smá skeldýr.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?