Bjúgtanni

Bjúgtanni
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Anoplogaster cornuta
Danska: troldfisk
Enska: fangtooth, ogrefish
Franska: ogre
Rússneska: Sablezúb

Bjúgtanni er miðsævis-, djúp- og úthafsfiskur, dökkrúnn eða svartleitur á lit og verður um 18 cm langur. Hann lifir á ýmiskonar krabbadýrum og fiskum, en verður oft öðrum fiskum bráð. Dökkur litur hans gerir hann allt því ósýnilegan í myrkri undirdjúpanna. Lítið er vitað um hrygningartíma bjúgtanna hér við land. Bjúgtanni fannst fyrst á Íslandsmiðum árið 1973 en heimkynni hans eru víðfeðm um öll heimsins höf. Við Ísland veiðist hann oftast á um 600-1300 metra dýpi.

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?