Berhaus

Berhaus
Berhaus
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Alepocephalus agassizii
Danska: Agassiz glathovedfisk
Færeyska: smáskrubbuti glámur
Enska: Agassiz' smooth-head
Rússneska: Гладкоголов Агассица / Gladkogolóv Agassítsa

Berhaus verður 80-90 cm á lengd og e.t.v. 100 cm.

Hann er djúpfiskur og sennilega botnfiskur sem fer þó upp um sjó því hann hefur einnig veiðst í flotvörpu, m.a. á 400-500 m dýpi suður af Reykjanesi.

Hann heldur sig annars yfir sand- og leirbotni á 600-2500 m dýpi. Hann virðist vera allalgengur vestur og suðvestur af landinu.

Fæða er einkum kambhveljur en einnig krabbadýr, skrápdýr og burstaormar.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?