Litli karfi

Samheiti á íslensku:
Litli karfi
Litli karfi
Litli karfi
Litli karfi
Litli karfi
Tungumál Samheiti
Fræðiheiti: Sebastes viviparus
Danska: lille rødfisk
Færeyska: lítli kongafiskur
Norska: lusuer
Sænska: mindre kungsfisk
Enska: Norway redfish
Þýska: Kleiner Rotbarsch
Franska: églefin Norvége, petit sébaste
Rússneska: Малый морской окунь / Mályj morskój ókun'

Algeng stærð í afla er 18-25 cm.

Heimkynni litla karfa eru í Norður-Atlantshafi frá Finnmörku í Noregi suður í Kattegat og norðanverðan Norðursjó, við Skotland, norðan Írlands, við Færeyjar og Ísland. Þá verður hans vart við Austur-Grænland. ​

Við Ísland finnst litli karfi aðallega við Suður- og Suðvesturland, einnig við Vestur- og Norðvesturland en sjaldséður við Norður- og Austurland. ​

Litli karfi lifir á grynnra vatni og nær landi en gullkarfi og er einkum á 40-100 m dýpi en finnst niður á 300 m dýpi. Hann heldur sig gjarnan yfir grýttum botni. Litli karfi gýtur lifandi afkvæmum.​

Fæða er krabbaflær (rauðáta), ljósáta, sviflægar marflær, fiskseiði o.fl.

 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?