Fyrr í dag kynntu þeir Kristján Þór Júlíusson, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar, og Ragnar Jóhannsson, sviðsstjóri fiskeldis og fiskiræktar á Hafrannsóknastofnun, nýja gátt á vef Hafrannsóknastofnunar sem kallast Vöktun veiðiáa.
Þar má finna fjölþættar upplýsingar sem varða laxeldi í sjó og vöktun veiðiáa í sambandi við það. Veittar eru upplýsingar um veiðar og veiðistaði og fást m.a. upplýsingar um stofnstærð, fjölda áætlaðra eldislaxa skv. áhættumati, fjölda veiddra eldislaxa og hlutfall af áætlaðri heildarveiði.
Einnig má finna upplýsingar um eldisstaði og fyrirtæki, áætlaða framleiðslu árið á undan og um strokulaxa. Þá er fyrirhugað að birta þar niðurstöður lúsatalninga.
Á vefgáttinni geta þeir sem telja sig hafa veitt eldislax sent inn tilkynningu um veiðina.