Vöktun veiðiáa

Morgunfundur um áhættumat Hafrannsóknastofnunar

Morgunfundur um áhættumat Hafrannsóknastofnunar

Fiskeldismál hafa verið í brennidepli umræðunnar og miðvikudaginn 27. september mun atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið halda opinn morgunfund um Áhættumat Hafrannsóknastofnunar vegna mögulegrar erfðablöndunar frá laxeldi sem stofnunin gaf út síðastliðið sumar.

Frummælendur:

  • Sigurður Guðjónsson, forstjóri Hafrannsóknastofnunar
  • Dr. Geir Lasse Taranger, norsku Hafrannsóknastofnuninni (Havforskningsinstituttet)
  • Bára Gunnlaugsdóttir, Stofnfiski

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra stýrir fundinum.

Staður: Skúlagata 4, fyrirlestrarsalur á 1. hæð

Stund: Miðvikudagsmorguninn 27. september kl. 9:00 – 10:15

Létt morgunhressing og forspjall frá kl. 8:40.


Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?