Þakklætiskveðjur og Bjarni kominn í slipp

Ljósmynd úr safni af Bjarna Sæmundssyni. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir Ljósmynd úr safni af Bjarna Sæmundssyni. Ljósm. Svanhildur Egilsdóttir

Eins og kunnugt er strandaði rannsóknaskipið, Bjarni Sæmundsson, við Tálknafjörð að kveldi fimmtudagsins 21. september, síðastliðins.

Þakklætiskveðjur

Hafrannsóknastofnun þakkar áhöfn Bjarna Sæmundssonar og rannsóknarfólki fumlaus og fagleg viðbrögð og vinnubrögð í þeim aðstæðum sem sköpuðust. 

Margir komu að því að aðstoða fólkið okkar og bjarga skipinu af strandstað. Við erum afar þakklát öllum þeim viðbragðsaðilunum sem tóku þátt í björguninni og að engin slys urðu á fólki.

Sérstakir þakkir, frá skipstjóra, áhöfn og rannsóknarfólki Hafrannsóknastofnunar, fá eftirtaldir aðilar:

  • Aðgerðastjórn Landhelgisgæslunnar
  • Skipstjóri og áhöfn björgunarskipsins Varðar 
  • Skipstjóri og áhöfn Fosnafjord
  • Skipstjóri og áhöfn Fosnakongen
  • Skipstjóri Njarðar og björgunarsveit frá Tálkna
  • Hafnarstjóri Tálknafjarðar
  • Rauði krossinn í Vestur-Barðastrandarsýslu
  • Starfsfólk sveitafélags Tálknafjarðar

Rannsóknaskipið komst fljótt í slipp

Svo heppilega vildi til að skipið komst í slipp í Reykjavík mánudaginn 25. september til viðgerða. Verkinu miðar vel, vinna við viðgerðir er hafin og útvegun varahluta er lokið.

Gert er ráð fyrir að skipið verði komið aftur í rekstur í næstu viku. Þá halda verkefni ársins áfram og þau kláruð samkvæmt settri rannsóknaáætlun. Hafrannsóknastofnun var tryggð fyrir þessu tjóni. 

 

Mynd 1. Búið er að skera úr skrokknum fyrir viðgerð.

Myndir 2 og 3. Fyrstu plötu af þremur hefur verið komið fyrir. 

Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?