Umhverfisþættir og útbreiðsla laxfiska á vestanverðum Vestfjörðum

Nánari upplýsingar
Titill Umhverfisþættir og útbreiðsla laxfiska á vestanverðum Vestfjörðum
Lýsing

Á vestanverðum Vestfjörðum er nú unnið að stórfelldri uppbyggingu sjókvíaeldis sem gæti haft neikvæð áhrif á náttúrulega stofna laxfiska. Fjölmargar ár er að finna á þessu svæði, en afar fátæklegar upplýsingar liggja fyrir um vatnalíf (gróður, smádýr), útbreiðslu fisktegunda og veiðinýtingu. Í þessari rannsókn er markmiðið að afla grunnupplýsinga um frjósemi vatnsfalla í þessum landshluta með tilliti til þörunga, botndýra og laxfiska.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2016
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?