Seiðarannsóknir í Hörðudalsá 2012

Nánari upplýsingar
Titill Seiðarannsóknir í Hörðudalsá 2012
Lýsing

Í stangveiðinni í Hörðudalsá 2012 veiddust 56 laxar, þar af 1 stórlax, og 49 bleikjur. Mest veiddist af bleikju og laxi á tímabilinu 7. júlí - 10. ágúst en mesta vikuleg veiði var frá 21. – 27. júlí, 16 laxar og 11 bleikjur. Veiðistaður nr. 3 skilaði flestum löxum á land eða 12 fiskum og bleikjuveiðin reyndist mest á veiðistöðum nr. 1 og 33 en þar veiddust 20 bleikjur á hvorum stað. Meðallaxveiði tímabilsins 1974 - 2012 er 42 laxar og er því veiðin árið 2012 33% yfir langtímameðaltali og sú mesta frá árinu 1993. Meðalveiði bleikju fyrir sama tímabil er 298 fiskar, en frá 2001 hefur veiðinni hrakað mikið og árið 2012 veiddust eingöngu 49 bleikjur. Greind voru 21 hreistursýni úr veiðinni í Hörðudal og voru þau öll af smálaxi. Tæp 29% sýnanna voru af laxi af eldisuppruna og voru endurheimtur af seiðasleppingum 1% í stangveiði. Laxar af náttúrulegum uppruna höfðu dvalið 3,3 ár í ferskvatni og var bakreiknuð gönguseiðastærð þeirra 11,9 cm og stærð við veiði 58,7 cm. Í rafveiðum veiddust 153 laxaseiði og 20 bleikjuseiði. Meðalþéttleiki laxaseiða var 9,5/100 m2 og bleikjuseiða 1,2/100 m2. Breytingar hafa orðið á ríkjandi tegundum á vatnasvæði Hörðudalsár frá fyrri rannsókn árið 1997 en þá var bleikjan afgerandi með seiðavísitöluna 13,9/100 m2 og laxinn með vísitöluna 1,3/100 m2.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð lax, bleikja, stangveiði, seiðaathuganir, hreistursýni, fiskrækt
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?