Seiðarannsóknir á efra svæði Flókadalsár í Borgarfirði

Nánari upplýsingar
Titill Seiðarannsóknir á efra svæði Flókadalsár í Borgarfirði
Lýsing

Athuganir fóru fram á seiðaframleiðslu laxfiska ofan við Lambafoss í Flókadalsá í Borgarfirði.  Fyrstu laxarnir veiddust ofan við fossinn árið 1995 í kjölfar fiskvegagerðar 1989. Árlega var fylgst með seiðaframleiðslunni árin 1998 - 1992 auk þess sem lax var fangaður í laxakistu ofan við Lambafoss og talinn í nokkur ár. Seiðaþéttleiki var fremur lágur í byrjun, en árið 2010 hafði seiðaframleiðslan margfaldast og mældist svipuð og neðar í ánni.  Haustið 2015 fundust allir árgangar laxaseiða frá 1+ til 4+, en ekki varð vart við klak úr hrygningu 2014. Vöxtur laxaseiða 2015 var mun lakari en áður hefur mælst sem tengist sennilega lágum vatshita sumarið 2015 auk þess sem veitt var fyrr á tímabilinu en í fyrri rannsóknum. Allstórt svæði til hrygningar og seiðauppeldis hefur opnast ofan við Lambafoss og er áætlað um 20% framleiðslugetunnar í Flókadalsá samkvæmt mati á búsvæðum. Laxveiði hefur aukist um 60% í Flókadalsá frá 2001 og er talið að stækkun framleiðslusvæða eigi þátt í aukinni laxgengd og veiði inn í vatnakerfið auk batnandi umhverfiskilyrða bæði í straumvatni og sjó.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2015
Leitarorð lax, urriði, laxveiði, seiðaframleiðsla, landnám ofan Lambafoss
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?