Seiðabúskapur og laxveiði í Vatnsdalsá árið 2012

Nánari upplýsingar
Titill Seiðabúskapur og laxveiði í Vatnsdalsá árið 2012
Lýsing

Árlegar rannsóknir á seiðabúskap Vatnsdalsár og hliðarám hennar fóru fram dagana 21. – 22. ágúst 2012. Fjöldi vor- og veturgamalla laxaseiða hefur almennt aukist frá aldamótum. Minna er um eldri laxaseiði, en meðallengd tveggja vetra laxaseiða bendir til þess að vegna hagstæðra skilyrða vaxi seiði hratt og gangi til sjávar eftir 3 vetur í ánni. Vísitala þéttleika vorgamalla bleikjuseiða var einnig há en aðeins tvö eldri bleikjuseiði veiddust. Vísitala þéttleika tveggja yngstu aldurshópa urriðaseiða hefur aukist skarpt síðustu tvö árin. Minna var um eldri aldurshópa þessara tegunda, ef til vill vegna þess að þau eru farin að ganga úr ánni fyrr en áður var. Laxveiði í Vatnsdalsá minnkaði mikið á milli ára líkt og var í langflestum íslenskum laxveiðiám sumarið 2011 og var veiðin langt undir langtímameðaltali. Rannsóknir undanfarin ár hafa sýnt mikinn þéttleika laxaseiða í ánni. Því má ætla að orsaka lítillar veiði síðasta sumars sé ekki að leita í seiðabúskap árinnar. Marktækt samband er á milli þéttleika eldri laxaseiða í Vatnsdalsá og veiði í ánni þegar þau seiði koma aftur í ána að lokinni sjávardvöl.  

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Kristinn Ólafur Kristinsson
Nafn Friðþjófur Árnason
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð seiðabúskapur, bleikjuseiði, laxaseiði, laxveiði, lax
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?