Rannsóknir á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns árið 2012

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á urriðastofnum Hraunsfjarðarvatns og Baulárvallavatns árið 2012
Lýsing

Litlar breytingar hafa orðið á urriðastofni Baulárvallavatns en í Hraunsfjarðavatni hafa orðið verulegar sveiflur á stofnstærð urriðans. Urriða fjölgaði mikið í Hraunsfjarðarvatni milli 2003 og 2008 en hefur farið hægt fækkandi frá 2008 til 2012. Líkur eru leiddar að því að við hækkun vatnsstöðu í Hraunsfjarðarvatni hafi orðið tímabundin aukning í innstreymi næringarefna sem aukið hafi lífræna framleiðslu og fæðu sem nýst hafi urriðanum en þegar fram í sækir þá gangi það ástand til baka. Árið 2012 voru vísitölur á seiðaþéttleika urriðaseiða í lækjum sem renna til vatnanna háar miðað við mælingar 2003 og 2007 en lægri en árið 2011. Það ár voru vísitölur á þéttleika þær hæstu sem mælst hafa í þessum rannsóknum. Afkoma hrygningar virðist  vera góð í lækjunum en lítill seiðaþéttleiki urriða í útfalli úr Baulárvallavatni bendir til að þar sé lítil hrygning. Hrygning urriða í lækjunum virðist ekki takmarkandi þáttur fyrir viðkomu urriða þau ár sem liðin eru frá byggingu virkjunarinnar.

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð urriði, Salmo trutta, Baulárvallavatn, Hraunsfjarðarvatn, Múlavirkjun, netaveiði, rafveiði, vatnsmiðlun, vatnsborðssveiflur
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?