Rannsóknir á seiðastofnum í Svartá í Skagafirði árið 2013

Nánari upplýsingar
Titill Rannsóknir á seiðastofnum í Svartá í Skagafirði árið 2013
Lýsing

Veitt var á 8 rafveiðistöðvum í stað 11 stöðva í seiðarannsóknum árin 2008 og 2011. Ógerlegt reyndist að veiða á stöð 2 og Gilkotslæk vegna mikils vatns, og í ljósi niðurstaðna fyrri rannsókna þótti ekki ástæða til að veiða í læk við Reyki. Engin bleikjuseiði veiddust en nokkuð var um hornsíli á stöð 6 ofan við Reykjafoss. Eins og í fyrri rannsóknum fundust engin seiði á efstu stöðinni í Svartá, stöð -1 fyrir ofan Miðdal. Ekki veiddust heldur seiði á stöð 1 né í Mælifellsá en áður hafði veiðst lítilsháttar af eldri urriðaseiðum á þessum stöðvum, meira þó árið 2008 heldur en 2011. Almennt var minna um 1+ og 2+ urriðaseiði en í undangengnum rannsóknum, og ekkert varð var tvo eldri aldurshópa urriðaseiða sem höfðu fundist í litlum mæli í fyrri athugunum .

Skráarviðhengi Ná í viðhengi
Höfundar
Nafn Kristinn Ólafur Kristinsson
Flokkun
Flokkur Útgáfa Veiðimálastofnunar (1948-2016)
Útgáfuár 2013
Leitarorð seiðamælingar, Svartá, rafveiði, urriðaseiði,
Fannst þér efnið á síðunni hjálplegt?